fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

158% fjölgun á skýrslutökum í Barnahúsi – Mikil fjölgun kynferðisbrotamála

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 09:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna kynferðisofbeldis hefur fjölgað mikið á milli ára. Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru þær 224 eða tæplega 87% fleiri en á sama tíma í fyrra.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í nýrri samantekt Barnaverndarstofu komi fram að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi tilkynningarnar verið álíka margar og á fyrstu sex mánuðum síðustu ára.

„Þetta skýrist að hluta af þeim fjölda mála sem komið hafa upp er varða stafrænt kynferðisofbeldi,“ er haft eftir Heiðu Björg Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu. Hún sagði að gerendur í málum af þessu tagi séu oft stórtækir og fórnarlömbin í einu lögreglumáli geti verið 10-15 talsins.

„Þessum málum byrjaði að fjölga seint á síðasta ári. Þetta er kannski í takt við þá stöðu í samfélaginu sem Covid bjó til og okkur grunaði að gæti komið upp. Þá voru allir meira heima hjá sér og gerendur reyndu að setja sig í samband við börn í gegnum netið. Þessar tölur staðfesta þær grunsemdir,“ sagði Heiða einnig.

Þessi mikli fjöldi mála hefur valdið auknu álagi á barnaverndarkerfið sem var veikt fyrir að sögn Heiðu. Hún sagði að á síðasta ári hafi met verið sett í fjölda skýrslutaka í Barnahúsi og að árið í ár virðist ætla að slá það met. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi skýrslutökunum fjölgað um 158% miðað við sama tímabil í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin