fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

EM 2020: England vinnur riðilinn – Skotar eru úr leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 21:01

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

D-riðill EM 2020 kláraðist nú fyrir stuttu. Upp úr honum fara England, Króatía og Tékkland.

England vinnur riðilinn eftir sigur

England vann Tékkland á Wembley.

Raheem Sterling gerði eina mark leiksins á 12. mínútu eftir fyrirgjöf frá Jack Grealish. Sterling hafði fyrir markið komist nálægt því að skora er hann skaut í stöngina.

Englendingar bjuggu sér til færi til að tvöfalda forystu sína í fyrri hálfleik en tókst það ekki. Í seinni hálfleik sigldu þeir sigrinum svo heim. Lokatölur 1-0.

Króatar gengu frá Skotum í seinni

Skotar mættu Króatíu í Glasgow og þurftu að sætta sig við tap.

Nikola Vlasic kom Króötum yfir á 17. mínútu. Callum McGregor jafnaði metin rétt fyrir hálfleik.

Á 62. mínútu kom Luka Modric gestunum yfir með stórkostlegu marki. Ivan Perisic innsiglaði svo sigur þeirra stundarfjórðungi síðar. Lokatölur 3-1.

Englendingar enda efstir í riðlinum með 7 stig. Króatía er í öðru sæti með 4 stig, jafnmörg og Tékkar en með betri markatölu. Bæði lið fara þó áfram í 16-liða úrslit. Skotar eru úr leik. Þier ljúka keppni með aðeins 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Í gær

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp