fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Kórónuveirufaraldurinn er á mjög krítísku stigi í Brasilíu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 20:00

Ástandið er skelfilegt í Brasilíu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveirufaraldurinn er enn stjórnlaus í Brasilíu og margir sérfræðingar reikna með að ástandið muni versna enn frekar á næstunni þar sem vetur er nú að skella á á suðurhveli jarðar.

 Brasilíska heilbrigðisstofnunin Fiocruz reiknar með að staðan muni versna mikið í júlí. Stofnunin segir að staðan sé „krítísk“ og telur að aðeins hafi um 15% fullorðinna lokið bólusetningu gegn COVID-19. „Veturinn nálgast og núverandi staða faraldursins getur versnað með tilkomu fleiri alvarlegra smita og annarra öndunarfærasjúkdóma sem krefjast sjúkrahúsinnlagnar,“ segir í fréttatilkynningu frá Fiocruz. Stofnunin segir einnig að nú smitist fleira ungt fólk en áður og því fylgi fleiri innlagnir á sjúkrahús en áður og að andlátum meðal ungs fólks hafi fjölgað.

Faraldurinn í Brasilíu hefur færst í vöxt eftir að ný afbrigði veirunnar komu fram á sjónarsviðið. Þar á meðal er gammaafbrigðið sem uppgötvaðist fyrst í Manaus í Amazon.

Brasilíska stjórnarandstaðan sakar Jair Bolsonaro, forseta, um að hafa sleppt því að kaupa bóluefni af pólitískum ástæðum og fyrir að gera lítið úr alvarleika faraldursins.

BBC segir að þing landsins sé nú að rannsaka viðbrögð Bolsonaro við faraldrinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni