fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Bjargvætturinn frá Bandaríkjunum reyndist svikahrappur – „Hvernig er hún í húsinu mínu?“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 20. júní 2021 11:20

Bandaríska athafnakonan Michelle Roosevelt Edw­ards, sem áður hét Michelle Ballarin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska athafnakonan Michelle Roosevelt Edw­ards, sem áður hét Michelle Ballarin, er hvað þekktust hér á Íslandi sem konan sem ætlaði að bjarga WOW Air. Nú hefur hún flækst inn í mál er varðar samsæriskenningar um kosningasvindl í forsetakosningum Bandaríkjanna sem fram fóru á síðasta ári.

Frá þessu greinir The Washington Post, en þar er einnig fjallað um viðtal Kveiks við Edw­ards, sem var sýnt í febrúar á þessu ári. Þannig er nefnilega mál með vexti að viðtalið var tekið í risastóru höfðingjasetri í Virg­in­íufylki Banda­ríkjanna, sem hún sagði sitt eigið. Nú hefur komið í ljós að það er ekki satt, en raunverulegur eigandi hússins skilur ekki hvernig á málinu stendur.

Í heimsókn Kveiks fullyrti Edw­ards að um sína eign væri að ræða. Þegar hún var spurð hvers vegna húsið væri skráð til sölu, svaraði hún með því að segjast hafa nýlega keypt eignina, og að það væri ekki til sölu. Um er að ræða 22 herbergja höfðingjasetur sem er skráð til sölu á 30 miljónir Bandaríkjadali.

Eignin er í eigu fyrirtækis sem stofnað var af David B. Ford, sem lést fyrir skömmu síðan. Ekkja hans sagðist ekki kannast við Edw­ards. Í kjölfarið var henni sýnt myndefni úr viðtali Kveiks og svaraði: „Hún er í húsinu mínu […] hvernig er hún í húsinu mínu?“

Edw­ards vildi ekki tjá sig við Washington Post um málið.

Samsæriskenningin sem Edwards er sögð tengjast kallast Italygate og snýst um að ítalskt hertæknifyrirtæki og meðlimir innan CIA hafi notað gervihnetti til að breyta atkvæðum til Trump í atkvæði sem fóru til Biden. Vert er að taka fram að engin haldbær gögn benda til þess að sannleik megi finna í kenningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Í gær

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“