fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Barnaverndarnefnd Kópavogs fékk móður svipta forræði yfir þremur börnum – Landsréttur staðfesti dóminn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. júní 2021 20:00

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir sem áfrýjaði dómi héraðsdóms um að hún skyldi svipt forræði yfir börnum sínum tapaði málinu fyrir Landsrétti í dag og stendur dómurinn óraskaður.

Barnavernd Kópavogs krafðist forræðissviptingarinnar en hún þurfti að hafa margendurtekin afskipti af móðurinni og taldi að hún hefði ekki sýnt næga viðleitni til að bæta ástandið. Útdráttur úr niðurstöðu Landsréttar er eftirfarandi:

„Í dómi Landsréttar var litið til tveggja matsskýrslna sem báru báðar um skerta forsjárhæfni A. Í síðara matinu kom fram að þrátt fyrir beitingu ýmissa stuðningsúrræða síðustu ár hefðu ekki orðið merkjanlegar breytingar til batnaðar að því er varðaði heimilislíf, öryggi og vernd barnanna og að aðstæður þær, sem börnin hefðu búið við á heimili A, hefðu verið bæði ófullnægjandi og skaðlegar. Landsréttur taldi að staða og hagir A væru í öllum aðalatriðum óbreytt frá því dómur féll í héraði og börnin hefðu þrifist vel eftir að þau voru vistuð utan heimilis og hefðu tekið framförum. Með vísan til tveggja matsskýrslna um forsjárhæfni A, vitnisburða og gagna málsins þótti ljóst að skilyrði fyrir forsjársviptingu væri fullnægt og að önnur og vægari úrræði væru fullreynd. Var niðurstaða héraðsdóms um að A skyldi svipt forsjá barna sinna því staðfest.“

Móðirin var meðal annars sökuð um andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnunum og viðurkenndi hún að hafa rassskellt son sinn. Er fagfólk ræddi við son konunnar í leikskólanum hans teiknaði drengurinn mynd af móður sinni með fýlusvip og sagði að hún væri leið. Sagði hann jafnframt að amma sín og sambýlimaður hennar væru best í heimi og enginn væri að flengja sig. Lék drengurinn reiðilega tilburði móður sinnar, setti hendur upp í loft, öskraði illilega og var ógnandi.

Fram hafði komið við athugun barnaverndar að konan beitti drenginn ofbeldi með því að slá hann á puttana og hún hafði hótað að meiða hann með herðatré.

Það var mat sérfræðinga að öllum þremur börnunum liði vel á fósturheimili þar sem þau eru vistuð og hefur þeim farið fram á öllum sviðum, meðal annars í skóla og félagslegum samskiptum.

Er það niðurstaða Landsdóms að dómur héraðsdóms um sviptingu forsjár konunnar yfir börnunum skuli standa óbreyttur.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Faðir Oscars ákærður

Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“