fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Landsliðsstjörnurnar flykkjast á Arnarnesið: Jóhann Berg og Hólmfríður keyptu sögufrægt einbýlishús þar sem ríkisstjórn var mynduð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. júní 2021 12:55

Mynd: Samsett/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og unnusta hans, Hólmfríður Björnsdóttir, lögfræðingur, hafa fjárfest í stórglæsilegu einbýlishúsi á Arnarnesi. Húsið stendur við Tjaldanes 5 og er rúmlega 380 fermetrar að stærð. Gengið varfrá kaupunum í desembermánuði en seljendurnir eru hjónin Baldvin Valdimarsson og Laufey Hauksdóttir, sem eru í hópi eigenda Málningar hf.

Óhætt er að segja að Arnarnesið sé að verða nýr heimavöllur íslenskra fótboltastjarna því á dögunum greindi DV frá því að Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Ýr Helgadóttir hafi fjárfest í glæsilegri óbyggðri lóð við Mávanes 5 og hyggist reisa sér þar framtíðarheimili.

Landsliðssamherjarnir verða því í göngufæri við hvorn annan á sunnanverðu Arnarnesinu sem er vel við hæfi enda búa fjölskyldur þeirra skammt frá hvorri annarri í úthverfi Manchesterborgar í Englandi.

Húsið við Tjaldanes 5 er að mörgu leyti sögulegt. Sá sem byggði húsið árið 1973 og bjó í því til ársins 2003 var Ísfirðingurinn Matthías Bjarnason sem gegndi nokkrum mismunandi ráðherraembættum á árunum 1974-1987. Þannig segir sagan að ríkisstjórnarsamstarf hafi eitt sinn verið handsalað í höllinni við Tjaldanes.

Næstu eigendur hússins voru hin landsþekktu hjón, Inga Lind Karlsdóttir og Árni Hauksson, sem bjuggu þar til ársins 2011 þegar þau seldu Baldvini og Laufeyju húsið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti