fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Stjarnan staðfestir komu fyrrum landsliðsmanns Dana

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 17:17

Casper Sloth í leik með Silkeborg. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan hefur samið við danska miðjumanninn Casper Sloth. Leikmaður lék á sínum tíma átta A-landsleiki fyrir Danmörku.

Sloth er 29 ára gamall. Hann lék síðast með Helsingör í dönsku B-deildinni. Hann hefur einnig leikið með AGF, AaB og Silkeborg í heimalandinu. Þá lék hann einnig með Leeds og Notts County á Englandi sem og Motherwell í Skotlandi.

Miðað við ferilskránna ætti hann að reynast drjúgur liðsstyrkur fyrir Stjörnuna. Liðið hefur verið í vandræðum á tímabilinu. Það er í tíunda sæti með 6 stig eftir átta leiki. Stjarnan vann þó sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni á leiktíðinni gegn Val í gær.

Félagaskiptaglugginn á Íslandi opnar þann 1. júlí. Þá verður Sloth löglegur með Garðbæingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
433Sport
Í gær

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum