fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Samfélagsmiðlar loga og DV spyr: Ætti KSÍ að reka Eið Smára? – Taktu þátt í könnun

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 13. júní 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær sagði DV frá myndbandi af Eiði Smára þar sem hann sást kasta af sér þvagi, bersýnilega mikið ölvaður á Ingólfstorgi. Myndbandið var tekið upp í nýliðinni viku og hefur gengið manna á milli eins og eldur í sinu síðan. Eiður hafði samkvæmt heimildum DV verið að skemmta sér á Vinnustofu Kjarvals þarna fyrr um kvöldið.

Þetta er ekki fyrsta slíka uppákoman hjá landsliðsþjálfaranum, en fyrr á árinu mætti Eiður í sjónvarpsþátt í Sjónvarpi Símans og var mikið um það rætt á samfélagsmiðlum að hann hefði verið sjáanlega ölvaður í sjónvarpinu. Eitthvað minna fór fyrir fjölmiðlaumfjöllun um það mál, en Mannlíf skrifaði þó um málið, einn fjölmiðla. Heimildir DV herma þó að það hafi verið rætt innan stjórnar KSÍ.

Samkvæmt frétt mbl.is í gær af málinu mun KSÍ nú setja fótboltakappanum afarkosti: Meðferð eða hann verður rekinn. Nafnlausar heimildir DV staðfestu þetta í gær.

Gríðarlegar umræður spunnust í framhaldinu. Sumir vildu meina að svona ætti fyrirmynd ungra drengja og stúlkna á Íslandi ekki að haga sér á almannafæri, og allra síst maður í hans stöðu; landsliðsþjálfari.

Aðrir spurðu hins vegar hvort mönnum væri bannað að vera mannlegir. „Gæinn er bara að pissa,“ sagði Kristmundur Axel til dæmis á Twitter.

Enn aðrir spurðu hvort rétt hafi verið að taka athæfið upp á myndband.

Karen Kjartansdóttir, fjölmiðlakona með meiru, er ekki að skafa af því heldur:

DV leggur nú málið í hendur lesenda sinna, eins og áður, og spyr:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“