fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Banna útlend föt, myndir og slangur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. júní 2021 18:00

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Norður-Kóreu settu nýlega lög sem eiga að koma í veg fyrir hverskyns erlend áhrif á landsmenn. Þeim verður framvegis refsað harðlega fyrir að eiga erlendan fatnað, erlendar kvikmyndir og fyrir að nota slangur.

BBC skýrir frá þessu. Hefur BBC eftir Yoon Miso að þegar hún var 11 ára hafi hún í fyrsta sinn séð mann tekinn af lífi. Ástæðan var að hann var með suðurkóreskar bókmenntir í fórum sínum. „Allir sem bjuggu nærri honum voru neyddir til að vera viðstaddir aftökuna. Norðurkóresku varðmennirnir vildu vera vissir um að allir skildu að refsingin fyrir að smygla inn í landið var dauðadómur. Ef maður vék sér undan að vera viðstaddur var maður ásakaður um landráð,“ sagði Yoon Miso sem býr nú í Suður-Kóreu.

„Það var bundið fyrir augu hans. Bindið var gegnblautt af tárum. Þetta var mikið áfall fyrir mig,“ sagði hún. Manninum var stillt upp við staur og hann skotinn.

Það er svo sem ekki eins og íbúar í Norður-Kóreu eigi í miklum samskiptum við umheiminn því landið er harðlokað og lítið um erlend áhrif. Það er ekkert Internet þar, engir samfélagsmiðlar og sjónvarpsstöðvar og aðrir fjölmiðlar eru ríkisreknir.

Með nýju lögunum verður öllum sem eru með mikið magn fjölmiðlaefnis frá Suður-Kóreu, Bandaríkjunum eða Japan refsað með 15 ára vistun í þrælkunarbúðum eða dauðadómi.

Í bréfi til ungmennahreyfinga í landinu hefur Kim Jong-un fyrirskipað þeim að grípa til harkalegra aðgerða gegn „andsósíalískri hegðun ungmenna“ og segist telja að erlent slangur, hártíska og fatnaður sé „eins og eitur“.

Miðillinn NK, sem er rekinn í Suður-Kóreu, hefur eftir heimildarmönnum í Suður-Kóreu að þrír unglingar hafi verið sendir í endurmenntunarbúðir þar sem hárgreiðsla þeirra þótti of „útlend“ og fyrir að hafa brett buxnaskálmar upp fyrir ökkla.

Sérfræðingar segja að Kim reyni nú að stöðva allar fréttir erlendis frá því lífið í landinu verði sífellt erfiðara en talið er að milljónir landsmanna svelti og það kæmi sér ekki vel fyrir einræðisstjórnina að landsmenn sjái að íbúar nágrannalandanna hafa það miklu betra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs