fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Skiptar skoðanir um mál Auðs – Mikill meirihluti andvígur útvarpsbanni hans í könnun DV

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 21:30

Auður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar af helstu útvarpsstöðvum landsins hafa skrúfað fyrir spilun á tónlist listamannsins Auðuns Lútherssonar, Auðs, eftir að ásakanir á hendur honum um kynferðisbrot tóku að hrannast upp á samfélagsmiðlum og mál hans komust í hámæli í fjölmiðlum í kjölfar þess að Þjóðleikhúsið sagði honum upp verkefni.

Sjálfur viðurkenndi Auður í yfirlýsingu að hafa farið yfir mörk stúlku. Hann sagðist ætla að draga sig í hlé frá tónlistarsviðinu og leita sálfræðihjálpar. Auður lýsti hins vegar megninu af ásökunum á hendur sér sem flökkusögum.

Þó að margir hafi gagnrýnt  Auð harðlega undanfarið er ljóst að skiptar skoðanir eru um mál hans. Það vakti athygli blaðamanna DV að í umræðum á Facebook undir frétt frá DV um Auð virtist mikill meirihluti netverja vera á bandi hans, af alls 71 innleggi undir fréttinni.

Fólk hefur helst sett fyrir sig að ásakanir gegn Auði séu óljósar og engar kærur hafi komið fram. Á því stigi mála sé fullfljótt að setja hann í spilunarbann. Mörgum misbýður þetta. Rétt er hins vegar að árétta að fjölmargir hafa fordæmt meint framferði tónlistarmannsins og yfirlýsing hans í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um mál hans þótti mörgum vera lítilfjörleg.

DV setti könnun í loftið í morgun með svohljóðandi spurningu: Er það rétt af útvarpsstöðvum landsins að taka Auð úr spilun?

Könnunin er ekki vísindaleg en engu að síður má líta á niðurstöðuna sem einhvers konar vísbendingu, að minnsta kosti um að skoðanir eru skiptar. Er skemmst frá því að segja að töluverður meirihluti er andsnúinn spilunarbanninu.

Kl. 21 í kvöld höfðu ríflega fimm þúsund atkvæði verið greidd. Tæplega 1.500 eru hlynnt banninu, eða 25%, en tæplega 3.800 eða um 63% eru andvíg því.

Sjá nánar hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“