fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Ertu næturhrafn eða morgunhani?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 10:00

Eru þau A- eða B-manneskjur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stekkur þú eldhress fram úr rúminu á morgnana? Eða lætur þú vekjaraklukkuna hringja nokkrum sinnum áður en þú kemst fram úr aðframkomin(n) af þreytu?

Ef þú ert morgunhani og sólarhringsrútínan þín passar vel við hefðbundinn vinnudag, barnauppeldi og annað þá ertu í góðum málum. En það er kannski erfiðara að vera næturhrafn sem er hannaður til að eiga sínar bestu stundir á kvöldin og nóttinni.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í Molecular Psychiatry, sýna að því geta fylgt ýmis heilsufarsleg vandamál að vera næturhrafn.  Næturhrafnar séu líklegri til að glíma við þunglyndi, kvíða og almenna vanlíðan. Rannsóknin byggist á heilsufarsupplýsingum og eftirliti með 85.000 Bretum.

Vísindamennirnir báru svefnupplýsingar þátttakenda saman við skráningu þeirra á eigin líðan og skapi og komust að því að þeir sem eru ekki með svefnvenjur sem falla að 8-5 vinnu voru líklegri til að glíma við þunglyndi, kvíða og almenna vanlíðan.

„Heilsufarsvandamálin tengd því að vera næturhrafn eru líklega afleiðing af því að vera næturhrafn í heimi morgunhressra. Þetta hefur í för með sér truflun á dægurrytmanum,“ hefur CNN eftir Kristen Knutson, prófessor í taugafræði við Northwestern University Feinberg School of Medicine, en hún kom ekki að rannsókninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu