fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Þjófnaður á lyklum hefur kostað Grafarvogslaug hálfa milljón á þremur vikum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 10:10

Frá Grafarvogslaug.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðeins þremur vikum hefur um 60 lyklum að búningsklefum í Grafarvogslaug verið stolið. Tjónið vegna þessa nemur rúmlega hálfri milljón. Nú er staðan þannig að laugin getur ekki endurnýjað lyklana innan skamms tíma.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Það eru einhverjir sniðugir að gera okkur grikk og það er mjög erfitt að fylgjast með þessu,“ er hafti eftir Hrafni Jörgenssyni, forstöðumanni laugarinnar. Hann sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem lyklaþjófnaður hafi færst tímabundið í vöxt í Grafarvogslaug en það hefur gerst í öðrum laugum.

Þessi þjófnaðarfaraldur er bundinn við karlaklefann en þar eru 110 klefar og hefur því rúmlega helmingi lyklanna verið stolið. Hver lykill og skrá kostar 9.000 krónur og er kostnaðurinn nú orðinn 540.000 krónur.

Taka þarf þessa peninga af rekstrarfé laugarinnar sem er ekki tryggð fyrir þessu.

Hrafn sagði að reynst sé að fylgjast með á hvaða tíma lyklarnir séu að hverfa og hafi starfsfólkið því vísbendingar um hvaða hópur sé að verki. „Undanfarnir dagar hafa verið rólegir og við vonum að brandarinn sé búinn,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“