fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Pabbi ekur um borgina með auglýsingu – „Ég ætla að slökkva á internetinu þar til prókjör XD er búið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 5. júní 2021 17:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sækist eftir þriðja sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í dag.  Hún hefur verið dugleg að vekja athygli á framboði sínu meðal annars með greinaskrifum en margur hefur einnig tekið eftir klassískri leið sem hún fór til að auglýsa sig.

Fjöldi bíla ekur nú um götur borgarinnar með miða í afturrúðunni þar sem stendur „Diljá Mist í 3. sæti“. Meðal þeirra er að sjálfsögðu faðir Diljár, Einar Sveinn Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður.  Einar er að sjálfsögðu Sjálfstæðismaður.

Það hefur borið á því að fólki þyki nóg um auglýsingagleði Sjálfstæðismanna í aðdraganda prófkjörsins en það má vart höfði snúa án þess að líta þar auglýsingu frá einum eða fleiri frambjóðandanum.  Hafa menn velt fyrir sér fjármagninu sem fer í auglýsingar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og því hlýtur þeim sömu að finnast það ferskur andblær að sjá Diljá koma sér á framfæri með prentuðu A4 blaði aftan á bílum. Nema kannski þeim umhverfissinnuðu sem hefðu frekar viljað sjá slíkt á strætó eða hopp-hjóli. Það er líka gott að hugsa til þess að fjölskylda Diljár er tilbúin að hjálpa með þessum hætti en orðið á götunni er það að einhverjir frambjóðendur séu að borga á bilinu 3000-4000 á tímann fyrir úthringingar. Hagkvæmt og skilvirkt.

Prófkjörinu var að ljúka rétt í þessu og er von á fyrstu tölum klukkan 19:00. Veðbankar hafa spáð því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hafi betur gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í baráttunni um oddvitasætið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar