fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Hætta sölu áfengis í flugvélum sínum vegna árása á flugliða

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. júní 2021 21:50

Ekkert áfengi í boði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísku flugfélögin American Airlines og Southwest Airlines hafa ákveðið að hætta að selja áfengi um borð í flugvélum sínum. Ástæðan er árás á flugliða Southwest sem varð fyrir alvarlegum áverkum.

CNN segir að í minnisblaði frá Brady Byrnes, framkvæmdastjóra þjónustusviðs American Airlines, komi fram að flugliðar séu um borð í vélunum til að tryggja öryggi farþega, veita þeim öryggiskennd, svara spurningum og til að framfylgja reglum, til dæmis um notkun andlitsgríma. Einnig kemur fram í minnisblaðinu að síðustu vikuna hafi mjög erfið mál komið upp í flugvélum og það sé ljóst að American Airlines muni ekki líða árásir á starfsfólk eða illa meðferð á því.

American Airlines hætti sölu áfengis í mars á síðasta ári til að lágmarka samskipti farþega og áhafnar og var það heimsfaraldurinn sem lá að baki þessari ákvörðun. Nú ætlar flugfélagið að framlengja áfengissölubannið til 13. september en þá rennur kvöð um notkun andlitsgríma í flugvélum út.

Fyrir um viku var ráðist á flugliða hjá Southwest og honum veittir alvarlegir áverkar í innanlandsflugi í Bandaríkjunum. Í kjölfarið ákvað Southwest að hætta sölu áfengis tímabundið á meðan verið er að meta hvort henni verður haldið áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta