fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Neyddust til að lenda skömmu eftir flugtak – Leðurblaka hafði gert sig heimakomna á viðskiptafarrýminu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 08:00

Leðurblökur eru ekki velkomnar í flugvélum Air India.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leðurblökur liggja undir grun um að hafa smitað eitthvað dýr af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, sem smitaði síðan fólk. Það er því kannski ekki að furða að sumir séu því kannski skelkaðir við að vera í návist leðurblaka. Það átti að minnsta kosti við farþega í flugvél Air India sem var á leið frá Nýju Delí til New York aðfaranótt sunnudags.

Independent segir að flugmenn vélarinnar hafi neyðst til að snúa við eftir um hálfrar klukkustunda flug því leðurblaka hafði komið sér fyrir í viðskiptafarrýminu.

Þegar fólk tók eftir leðurblökunni var flugstjóranum tilkynnt um þennan laumufarþega og eftir að hann hafði ráðfært sig við stjórnendur á jörðu niðri var ákveðið að snúa við og lenda aftur í Nýju Delí. Þar fóru dýralæknar um borð og fönguðu leðurblökuna og aflífuðu hana.

Farþegarnir urðu að skipta um flugvél en komust til New York en þó fjórum klukkustundum of seint miðað við upphaflega áætlun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina