fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Merkilegur og sögulegur íslenskur fáni á uppboði í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 06:59

Þetta er merkur fáni. Mynd:Bruun Rasmussen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska uppboðshúsið Bruun Rasmussen er nú með merkan og sögulegan íslenskan fána á uppboði. Því lýkur þann 07. júní en nú þegar er hægt að bjóða í fánann á netinu. Ekki kemur fram í uppboðslýsingu hver seljandinn er.

Fáninn er 131×188 cm og er áritaður af Sveini Björnssyni, fyrsta forseta lýðveldisins, en hann staðfesti einmitt lög númer 34/1944 um notkun þjóðfánans en þau eru enn í gildi en breytingar hafa þó verið gerðar á þeim í gegnum áratugina.

Á heimasíðu Bruun Rasmussen kemur fram að vitað sé að tveir fánar, áritaðir af Sveini Björnssyni, séu til og hér sé annar þeirra boðinn til sölu. Sveinn áritaði fánann og gaf á uppboð sem var haldið til styrktar hermönnum sem börðust í síðari heimsstyrjöldinni.

Fáninn er áritaður af Sveini Björnssyni, fyrsta forseta lýðveldisins. Mynd:Bruun Rasmussen

Uppboðinu lýkur um klukkan 16.40 að íslenskum tíma næsta mánudag. Sérfræðingar uppboðshússins telja fáninn muni seljast á sem nemur um 300.000 til 400.000 íslenskum krónum. Upphafsboð er sem nemur um 200.000 íslenskum krónum. Ekkert boð var komið í fánann þegar þetta er skrifað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“