fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Brasilískir farsóttafræðingar óttast nýja bylgju kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. maí 2021 08:00

Sjúklingur á sjúkrahúsi í Manaus. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hafa rúmlega 450.000 manns látist af völdum COVID-19 í Brasilíu og er landið annað land heimsins þar sem fjöldi látinna fer yfir 450.000. Hitt landið er Bandaríkin. Brasilískir farsóttafræðingar vara nú við að ný og alvarleg bylgja kórónuveirufaraldursins sé í uppsiglingu í landinu.

Eins og staðan er núna þá látast færri en 2.000 manns af völdum COVID-19 á sólarhring í landinu. Í apríl létust um 3.000 manns á sólarhring. En slæmu fréttirnar eru að síðan í byrjun maí hefur daglegum smitum fjölgað en þau voru um 55.000 á sólarhring í byrjun mánaðarins en eru nú orðin um 66.000. Af þessum orsökum óttast farsóttafræðingar að ný bylgja faraldursins sé í uppsiglingu með tilheyrandi aukningu andláta.

Sérfræðingar segja að aukning smita sé að hluta vegna þess að yfirvöld afléttum mörgum sóttvarnaaðgerðum fyrir um mánuði þegar draga fór úr fjölda daglegra smita.  Það er síðan ekki til að bæta ástandið að það gengur hægt að bólusetja landsmenn. Um 20% landsmanna hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni en 212 milljónir búa í landinu.

Það vekur einnig miklar áhyggjur hjá sérfræðingum að nú hefur indverska afbrigði veirunnar greinst í landinu en það er talið enn meira smitandi en brasilíska afbrigðið. Indverska afbrigðið barst til landsins með áhöfn skips frá Hong Kong.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað