fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

ÁTVR fer fram á lögbann vegna vefverslunar með áfengi – „Einkaréttur ríkisins til smásölu áfengis byggir á lýðheilsusjónarmiðum“

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 17. maí 2021 12:03

Úr verslun ÁTVR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, ÁTVR, hefur farið hafið undirbúning að beiðni um lögbann á hendur vefverslununum sem selja áfengi í smásölu hér á landi, beint til neytenda, og höfðun dómsmáls í framhaldi af því. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÁTVR.

Fyrr í þessum mánuði opnaði franska fyrirtækið Santewines SAS netverslum með áfengi hér á landi.  Eigandi fyrirtækisins er Arn­ar Sig­urðsson sem hefur um ára­bil flutt inn vín frá Frakklandi. Þetta er í fyrsta sinn sem almenningur getur keypt áfengi hér á landi af inn­lend­um vörula­ger án milli­göngu ÁTVR.

„Þrátt fyrir afdráttarlaus ákvæði áfengislaga og laga um verslun ríkisins með áfengi og tóbak um einkaleyfi ÁTVR til þess að selja og afhenda áfengi í smásölu fullyrða rekstraraðilar vefverslananna að starfsemi þeirra sé lögleg. Óhjákvæmilegt er að fá úr því skorið hjá til þess bærum aðilum,“ segir í tilkynningunni ásamt því að fullyrt sé að starfseminni sé beint gegn lögbundnum einkarétti Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis, sem hefur verið ein grunnstoða íslenskrar áfengisstefnu.

„Einkaréttur ríkisins til smásölu áfengis byggir á lýðheilsusjónarmiðum og því mati löggjafans að markmiðum um heilsu þjóðarinnar verði ekki náð með öðru og vægara móti. Verði starfsemi vefverslana í beinni samkeppni við smásölu ÁTVR látin óáreitt felur það í sér grundvallarbreytingu á áfengisstefnunni og forsendum fyrir rekstri fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
Fréttir
Í gær

Hildur fær hjálp úr óvæntri átt – Össur kemur til varnar

Hildur fær hjálp úr óvæntri átt – Össur kemur til varnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir athugasemd við fréttaflutning – „Skjólstæðingur minn var ekki ákærður fyrir hótanir af nokkru tagi“

Gerir athugasemd við fréttaflutning – „Skjólstæðingur minn var ekki ákærður fyrir hótanir af nokkru tagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“