fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

ÁTVR fer fram á lögbann vegna vefverslunar með áfengi – „Einkaréttur ríkisins til smásölu áfengis byggir á lýðheilsusjónarmiðum“

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 17. maí 2021 12:03

Úr verslun ÁTVR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, ÁTVR, hefur farið hafið undirbúning að beiðni um lögbann á hendur vefverslununum sem selja áfengi í smásölu hér á landi, beint til neytenda, og höfðun dómsmáls í framhaldi af því. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÁTVR.

Fyrr í þessum mánuði opnaði franska fyrirtækið Santewines SAS netverslum með áfengi hér á landi.  Eigandi fyrirtækisins er Arn­ar Sig­urðsson sem hefur um ára­bil flutt inn vín frá Frakklandi. Þetta er í fyrsta sinn sem almenningur getur keypt áfengi hér á landi af inn­lend­um vörula­ger án milli­göngu ÁTVR.

„Þrátt fyrir afdráttarlaus ákvæði áfengislaga og laga um verslun ríkisins með áfengi og tóbak um einkaleyfi ÁTVR til þess að selja og afhenda áfengi í smásölu fullyrða rekstraraðilar vefverslananna að starfsemi þeirra sé lögleg. Óhjákvæmilegt er að fá úr því skorið hjá til þess bærum aðilum,“ segir í tilkynningunni ásamt því að fullyrt sé að starfseminni sé beint gegn lögbundnum einkarétti Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis, sem hefur verið ein grunnstoða íslenskrar áfengisstefnu.

„Einkaréttur ríkisins til smásölu áfengis byggir á lýðheilsusjónarmiðum og því mati löggjafans að markmiðum um heilsu þjóðarinnar verði ekki náð með öðru og vægara móti. Verði starfsemi vefverslana í beinni samkeppni við smásölu ÁTVR látin óáreitt felur það í sér grundvallarbreytingu á áfengisstefnunni og forsendum fyrir rekstri fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“