fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Fundu tíu lík á heimili fyrrverandi lögreglumanns í El Salvador

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. maí 2021 07:00

Hugo Ernesto Osorio eftir handtökuna. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmri viku var fyrrverandi lögreglumaður, Hugo Ernesto Osorio, í El Salvador handtekinn vegna gruns um að hann hefði myrt tvær konur. Nágrannar hans höfðu heyrt konu hrópa á hjálp og kölluðu lögreglu á vettvang að sögn saksóknara.

Á heimili Osorio fundu lögreglumenn lík 57 ára konu og 26 ára dóttur hennar liggjandi í blóðpolli. Ummerki benda til að þær hafi verið beittar kynferðislegu ofbeldi áður en þær voru myrtar.

Við frekari leit á heimilinu og í garðinum við húsið fann lögreglan lík sjö ára stúlku og tveggja drengja, tveggja og níu ára, sem voru grafin í garðinum. Að auki fundust lík fimm fullorðinna. Talið er að sum líkin hafi verið grafin niður fyrir tveimur árum.

Að minnsta kosti 25 manns er saknað á því svæði sem Osorio býr á. Hann var rekinn úr lögreglunni 2005 vegna kynferðislegrar áreitni. Hann hefur síðan afplánað fimm ára fangelsisdóm.

Gustavo Villatoro, öryggismálaráðherra El Salvador, segir að Osorio glími við geðræn vandamál og að hann hafi drepið fólk fyrir aðra. Tíu grunaðir samverkamenn hans hafa einnig verið handteknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sögulegt bann tekur gildi á Maldíveyjum

Sögulegt bann tekur gildi á Maldíveyjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla