fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Gerir lítið úr nýjum samfélagsmiðli Trump – „Frumstæður“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. maí 2021 08:00

Trump er til rannsóknar vegna meints kosningasvindls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, er sérfræðingur í að notfæra sér samfélagsmiðla til að útbreiða boðskap sinn. En hann á erfitt með að koma honum á framfæri þessa dagana því bæði Facebook og Twitter hafa úthýst honum vegna framferðis hans á miðlunum. Trump hefur komið upp sínum eiginn „samfélagsmiðli“ eða öllu heldur bloggsíðunni „From the Desk of Donald J. Trump“ þar sem hann getur viðrað skoðanir sínar. En það er á brattann að sækja fyrir hann því frá því að síðan var sett í loftið fyrir nokkrum vikum hafa aðeins nokkur hundruð þúsund manns lesið hana og tjáð sig um hana. NBC News skýrir frá þessu. Til samanburðar má nefna að hér áður fyrir var ekki óalgengt að mörg hundruð þúsund manns endurtístu færslum hans á Twitter eða „líkuðu“ við þær.

Ástæðan fyrir vinsældum og velgengni Trump á Twitter og Facebook var hversu margir fylgdust með síðum hans. hann var með 88 milljónir fylgjenda á Twitter, 32 milljónir á Facebook og 24 milljónir á Instagram. Á YouTube var hann með eina milljón fylgjenda.

En það er hugsanlega fleira sem gerir Trump erfitt fyrir með að koma boðskap sínum á framfæri. Hann er ekki lengur forseti og því hefur boðskapur hans minna vægi en áður. Stuðningsfólk hans verður einnig að átta sig á að hann er kominn með bloggsíðu. Það skemmir síðan fyrir honum á þeim vettvangi að ekki er hægt að skrifa athugasemdir við færslur hans, bloggsíðan er eingöngu til að koma boðskap hans á framfæri, sem sagt einstefnumiðill. Það er þó hægt að deila færslum hans á öðrum samfélagsmiðlum en það eru fáir sem gera það að sögn greiningarfyrirtækisins BuzzSumo.

Jeremy Blackburn, prófessor í tölvunarfræði við Binghamton háskólann í New York, segir að Trump geri sjálfum sér erfitt fyrir ef hann vilji ná til fjöldans. „Þessi nýi vettvangur Trump er einfaldlega frumstæður tæknilega séð,“ sagði hann.

Tæknin hefur heldur ekki verið í liði með Trump. Á laugardaginn hrundi bloggsíðan eftir að hann setti inn færslu með staðlausum fullyrðingum um að kosningasvindl hefði átt sér stað í Arizona í forsetakosningunum. Var síðan óvirk í margar klukkustundir eftir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér