fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Kærastan brjáluð – ,,Hlýtur að vera brandari“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 19:16

Tammy Abraham og frú.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tammy Abraham, leikmaður Chelsea, var skilinn eftir utan hóps fyrir úrslitaleik enska bikarsins gegn Leicester í dag. Leah Monroe, kærasta hans, fór á Instagram og lét óánægju sína í ljós. Hún hefur nú eytt færslunni.

Chelsea tapaði leiknum í dag 1-0. Það var Youri Tielemans sem gerði sigurmark Leicester á 63. mínútu.

Framtíð Abraham er í mikilli óvissu. Hann spilaði reglulega undir stjórn Frank Lampard en eftir komu Thomas Tuchel til félagsins hefur hann varla verið valinn í liðið. Leikmaðurinn hefur til að mynda verið orðaður við West Ham. Það að hann hafi verið skilinn eftir utan hóps í dag ýtir einungis undir þær sögusagnir um að hann sé á förum frá Chelsea.

Monroe var virkilega ósátt með það að hennar maður hafi verið utan hóps í dag og skrifaði á Instagram:  ,,Hvernig dettur þér það í hug að skilja þinn helsta markaskorara eftir utan hóps fyrir úrslitaleik!?!“ 

,,Þetta er sama manneskja og skoraði mörkin sem komu ykkur í úrslitaleikinn. Þetta stenst ekki. Hann er ekki einu sinni á bekknum. Þetta hlýtur að vera brandari.“ 

Monroe hefur þó séð að sér eða fengið einhverjar ábendingar þar sem hún hefur nú eytt færslunni.

Skjáskot af færslunni má sjá hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Í gær

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi
433Sport
Í gær

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir