fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Lengjudeild kvenna: Jafnt í Grindavík – Stórsigur KR

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag og í kvöld. Grindavík og Haukar gerðu jafntefli. KR vann öruggan sigur á HK.

Christabel Oduro kom Grindavík yfir gegn Haukum um miðjan fyrri hálfleik. Þær leiddu með því marki í hálfleik. Þórey Björk Eyþórsdóttir jafnaði metin fyrir gestina þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Lokatölur urðu 1-1.

Haukar eru með 4 stig eftir tvær umferðir. Grindavík er með 2 stig.

KR gerði þá góða ferð í Kórinn fyrr í dag. Þær komust yfir snemma leiks er Gígja Valgerður Harðardóttir gerði sjálfsmark. Gestirnir úr Vesturbæ tvöfölduðu forskot sitt undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Kathleen Rebecca Pingel. Staðan í hálfleik var 0-2. Kathleen gerði út um leikinn með sínu öðru marki eftir klukkutíma leik. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir skoraði svo fjórða mark KR um tíu mínútum síðar áður en Lára Einarsdóttir klóraði í bakkann fyrir HK undir lok leiks. Lokatölur 1-4.

KR er með 3 stig eftir tvær umferðir. HK er með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Í gær

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Í gær

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“