fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Lyfjastofnun gerir athugasemd við áróðursauglýsingu gegn bólusetningum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 14:29

Rúna Hauksdóttir Hvannberg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyfjastofnun hefur birt tilkynningu þar sem áréttað er að heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu í dag þar sem hvatt er til að kynna aukaverkanir af bólusetningum með bóluefnum við Covid-19 til Lyfjastofnunar séu ekki frá stofnuninni komnar.

Enginn er merktur fyrir auglýsingunni en undirskriftin er: „Við erum öll Almannavarnir“

Ennfremur segir Lyfjastofnun að upplýsingar í auglýsingunni um hugsanlegar aukaverkanir séu villandi. Segir þar meðal annars að bólusetningar geti valdið blindu og lömun.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir grafalvarlegt að í auglýsingunni birtist upplýsingar um aukaverkanir sem séu óstaðfestar eða jafnvel kolrangar. Kemur þetta fram á mbl.is.

„Þær at­huga­semd­ir sem við ger­um er auðvitað í fyrsta lagi að það er verið að láta líta út fyr­ir að þetta séu ein­hver yf­ir­völd sem eru að aug­lýsa þarna, sem er ekki nátt­úru­lega. Árvak­ur [út­gáfu­fé­lag Morg­un­blaðsins] verður auðvitað að bera ein­hverja ábyrgð á þessu, vegna þess að þarna er verið að blása upp ein­hvern hræðslu­áróður,“ segir Rúna.

https://www.facebook.com/lyfjastofnun/posts/3758000704325842

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir