fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Ásakanir um alvarlegt ofbeldi á Kleppi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 19:10

Kleppspítali. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landlæknir hefur nú undir höndum ábendingar frá Geðhjálp þess efnis að alvarlegt ofbeldi viðgangist gegn sjúklingum á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans.

RÚV greindi frá í kvöldfréttum.

Þessar geðgeildir eru staðsettar í húsi Kleppspítalans við Sund. Sjúklingar þar eru ekki frjálsir ferða sinna.

Í greinargerð Geðhjálpar vitna starfsmenn um að sjúklingar séu beittir lyfjaþvingunum, þeir verði fyrir ofbeldi og brotið sé á rétti þeirra. Einnig tíðkist ógnarstjórnun á geðdeildunum og starfsmenn verði fyrir andlegu ofbeldi.

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, lýsti því í viðtali við Kastljós að fyrrverandi og núverandi starfsmenn deildanna hefðu leitað til Geðhjálpar með áhyggjur sínar og Geðhjálp hefði tekið punkta þeirra saman í greinargerð og sent á Landlækni.

Í máli Gríms kom meðal annars fram að ýmsar refsingar gegn sjúklingum tíðkuðust, til dæmis að svipta þá kaffidrykkju og reykingum og meina þeim um útivist. Þá séu dæmi um að fólk sé lokað inni á herbergjum sínum svo vikum og jafnvel mánuðum skipti.

Aðspurður tók Grímur undir að þetta væru refsingar til að ná stjórn á veiku fólki. „Að okkar mati er þetta steinaldarfræði sem á ekki að sjást,“ sagði Grímur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir