fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Íþróttahreyfingin telur sig verða af fjórum milljörðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttahreyfingin telur að hún verði af fjórum milljörðum króna á ári vegna veðmála Íslendinga á erlendum veðmálasíðum. Þessar fjárhæðir skila sér ekki til íþróttastarfs hér á landi og eru forsvarsmenn Landssambands ungmennafélaga og fleiri hagsmunaaðila í íþróttastarfi ósáttir við þetta.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.  Íslensk getspá og Íslenskar getraunir eru í eigu íþróttahreyfingarinnar. Mánaðarlega fá íþróttafélög greiðslur frá þessum félögum og aukagreiðslur þegar vel gengur. Afkoma fyrirtækjanna skiptir íþróttahreyfinguna því miklu.

Margir Íslendingar nota erlendar veðmálasíður, sem eru í eigu fyrirtækja sem hafa ekki heimild til að starfa hér á landi og þar af leiðandi renna engir peningar frá þeim til íslenskra íþróttafélaga.

Talið er að Íslendingar verji um sjö milljörðum króna í veðmál á erlendum síðum en það þýðir að íslensk íþróttafélög verða af fjórum milljörðum.

Á erlendum síðum er hægt að veðja á úrslit íslenskra knattspyrnuleikja og er veltan þar allt að 1,5 til 2 milljarðar króna á dag. „Við erum kannski fyrst og fremst að hvetja íslenska tippara til þess að beina viðskiptum sínum til Íslenskra getrauna og Íslenskrar getspár og styrkja um leið íþróttastarf samhliða því að þeir spá í spilin,“ hefur Fréttablaðið eftir Jóhanni Steinari Ingimundarsyni, varaformanni UMFÍ. Hann sagði einnig að íþróttahreyfingin vilji að ákvörðun verði tekin um starfsumhverfi veðmálasíðna og að fastar verði tekið á því að banna starfsemi erlendra síðna ef það verður leiðin sem fara á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision
Fréttir
Í gær

Komnir heim til Bretlands eftir hörmulegt slys á Íslandi

Komnir heim til Bretlands eftir hörmulegt slys á Íslandi