fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Datt og þríbrotnaði á leiðinni frá eldgosinu – Lýsir mögnuðum náungakærleik Íslendinga og þakkar ókunnugu stúlkunni

Bjarki Sigurðsson, Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 10. maí 2021 17:05

Myndir/Klaudia Katarzyna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klaudia Katarzyna var ein þeirra fjölmargra sem fóru að eldgosinu í Geldingadölum á laugardagskvöld. Hún gekk að gosinu með kærasta sínum og vinkonu en bakaleiðin gekk ekki áfallalaus fyrir sig.

Á leiðinni til baka rann Klaudia og fótbrotnaði og gat þar af leiðandi ekki haldið göngunni áfram. Það var hugulsömum göngumönnum að þakka að Klaudia komst heil á húfi til baka.

„Við vorum þarna í einhverja 2 tíma, ég tók myndir og við vorum bara að horfa og njóta. Svo datt ég á leiðinni niður. Ég datt svolítið illa og ég er þríbrotin á fætinum,“ segir Klaudia í samtali við blaðamann DV.

Mynd/Klaudia Katarzyna

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Klaudia fótbrotnar svo kærastinn hennar og vinkona héldu í fyrstu að hún væri að grínast.

„Það var svo frábært veður þegar við vorum að ganga upp en svo allt í einu, þegar við byrjuðum að ganga niður, varð ískalt og mikill vindur,“ segir Klaudia en fólk sem einnig var að labba frá eldgosinu hjálpaði henni.

„Fólkið sem var að ganga framhjá, það kom bara hópur af Íslendingum sem klæddi sig úr. Ég fékk úlpur, teppi, vindbuxur, bara allt. Þau voru að búa til svona skjól úr bakpokum og öllu sem þau höfðu,“ segir Klaudia.

Klaudia þakkar íslenskri stelpu sérstaklega fyrir en hún aðstoðaði hana með öndun og fleira á meðan beðið var eftir björgunarsveitarfólki.

„Það var ein stelpa sem hélt í höndina á mér. Hún var held ég hjúkrunarfræðingur en ég man ekki hvað hún heitir. Hún var að passa mig því ég var alveg að detta út, þetta var svo svakalega vont. Ég þekki hana ekki neitt, hún kom bara. Hún var að horfa í augun á mér, strjúka á mér hárið. Þetta var alveg, bara magnað.“

Klaudia vonar að stelpan sem hjálpaði henni sé að lesa fréttina og sendir henni eftirfarandi skilaboð: „Ég vil bara þakka henni kærlega fyrir þetta. Kærastinn minn var bara í sjokki þannig hann gat ekki sagt mikið þannig hún steig bara inn. Hún vissi alveg hvað hún var að gera, hún var alveg með þetta og er gull af manni.“

Þrátt fyrir þetta allt saman er Klaudia ánægð með að hafa náð að sjá eldgosið. Hún stefnir á að ganga aftur að því þegar tækifæri gefst til.

Klaudia ásamt kærasta sínum við eldgosið Mynd/Klaudia Katarzyna
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi