fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Sofia hvarf fyrir 18 árum – Nýtt myndband vekur vonir um að hún sé á lífi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. maí 2021 05:27

Sofia Juarez. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daginn fyrir fimm ára afmæli sitt árið 2003 var Sofia Juarez numin á brott þar sem hún var á gangi nærri heimili sínu í Kennewick í Washington í Bandaríkjunum. Nú hafa vonir vaknað um að hún sé á lífi en það gerðist eftir að myndband eitt var birt á TikTok.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að í myndbandinu segi kona, sem segist vera 22 ára, að hún vilji gjarnan komast í samband við ættingja sína því hún viti ekki um uppruna sinna og óttist að henni hafi verið rænt þegar hún var barn.

Sofia er 23 ára í dag ef hún er á lífi og því passar aldurinn á konunni, sem kemur fram í myndbandinu, nokkurn veginn.

„Rannsókn er hafin. Við þökkum þeim sem hafa sent okkur upplýsingar um myndbandið. Við kunnum að meta það,“ skrifar lögreglan í Kennewick á heimasíðu sem var sett upp  til að taka við ábendingum í málinu.

Sofia Juarez eins og hún gæti hafa litið út 15 ára. Mynd:Lögreglan

Lögreglan hefur birt myndir af Sofia á heimasíðunni, mynd sem var tekin áður en hún hvarf og tölvugerðar myndir sem sýna hvernig hún gæti hafa litið út á unglingsaldri og nú á fullorðinsaldri, það er að segja ef hún er á lífi.

Al Wehner, stýrir rannsókn lögreglunnar, og segist hann hafa verið í sambandi við þann sem tók viðtal við konuna, sem gæti verið Sofia, í myndbandinu. Hann er nú að reyna að komast í samband konuna með aðstoð spyrilsins. „Það eru nokkur greinileg líkindi,“ sagði Wehner um konuna á upptökunni og bætti við að markmiðið væri að fá lífsýni úr henni svo það sé hægt að bera það saman við lífsýni úr Sofia Juarez.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Í gær

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Góðverk hennar á kaffihúsinu tók óvænta stefnu

Góðverk hennar á kaffihúsinu tók óvænta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann