fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

RÚV fékk sprengjuhótun í gærkvöld

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. maí 2021 07:33

Efstaleiti, Ríkisútvarpið, RÚV. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var um sprengjuhótun hjá Ríkisútvarpinu í gærkvöld. Starfsmaður RÚV tók við símtali rétt eftir kl. 19 og kom þar fram að sprengja ætti að springa seinna um kvöldið utan við húsnæði RÚV í Efstaleiti.

Gerandi var handtekinn seinna um kvöldið. Fylgst var vel með húsnæðinu og svæðið leitað, ekkert óeðlilegt fannst og ekkert varð úr hótununum um sprengingu.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill erill hafi verið hjá lögreglu í nótt og mikið um hávaða- og ölvunarútköll.

Keyrði á allt sem fyrir varð

Í gærkvöld  var tilkynnt um bíl í miðbænum sem ekið niður grindverk og yfir umferðareyju. Bílnum var ekið af vettvangi en var stoppaður skömmu síðar í hverfi 109. Þar hafði honum verið ekið á umferðarskilti. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Tilkynnt var um að ekið hefði verið á barn á reiðhjóli í Hafnarfirði í gærkvöld. Barnið var lítið slasað og var farið með það á slysadeild. Rætt var við ökumann og málið er í rannsókn.

Lögregla gerði upptæka kannabisræktun í Hafnarfirði. Grunaður aðili var handtekinn og tekinn af honum skýrsla en síðan var hann látinn laus.

Tilkynnt var um tvo menn í gærkvöld, í Kópavogi eða Breiðholti, sem voru að kasta steinum í hús og brjóta rúður. Þegar lögregla kom á vettvang voru mennirnir farnir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi