fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Ný rannsókn – Amazonskógurinn losar meira koltvíildi en hann tekur í sig

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 10:00

Eldar í Amazon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2010 til 2019 losaði brasilíski hluti Amazon regnskógarins 16,6 milljarða tonna af koltvíildi en á sama tíma tók hann 13,9 milljarða tonna í sig. Þannig losaði brasilíski hluti regnskógarins tæplega 20% meira af koltvíildi en hann tók í sig.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var nýlega birt í vísindaritinu Nature Climate Change. Niðurstöðurnar hafa komið mjög á óvart því þær benda til að ekki sé lengur hægt að reikna með að Amazon, sem er stærsti regnskógur heims, taki við því koltvíildi sem við mennirnir losum út í andrúmsloftið.

Vísindamennirnir rannsökuðu hversu mikið koltvíildi skógurinn tekur í sig og geymir þegar hann stækkar og báru saman við það magn sem losnar þegar skógur er brenndur eða eyðilagður á annan hátt. „Við áttum meira eða minna von á þessari niðurstöðu en þetta er í fyrsta sinn sem við höfum tölu sem sýnir að Amazon hefur breyst og er nú farin að losa CO2 út í andrúmsloftið,“ segir Jean-Pierre Wigneron, einn höfunda rannsóknarinnar. Hann segir jafnframt að ekki sé vitað hvenær þessi þróun nái þeim punkti að ekki sé hægt að snúa henni við.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að skógareyðing í formi skógarhöggs og með eldi hafi næstum fjórfaldast 2019 miðað við 2018 og 2017. Hún fór úr einni milljón hektara í 3,9 milljónir.

Mikil umskipti urðu í náttúruvernd 2019 en í byrjun ársins tók hinn hægrisinnaði Jair Bolsonaro við embætti forseta. Hann er þekktur fyrir efasemdir um loftslagsbreytingarnar og hann styður frekari skógareyðingu og landbúnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju