fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Réðst á asíska konu með hamri vegna grímunotkunar – Sjáðu myndbandið

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 14:12

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í New York birti í morgun myndband af fólskulegri árás á götu úti í New York. Á myndbandinu má sjá er árásarmaðurinn, svört kona, ræðst, að því er virðist að ástæðulausu og fyrirvaralaust, að tveimur einstaklingum á 42. götu á Manhattan með hamri. Árásin átti sér stað klukkan 20:50 á sunnudagskvöld.

Hatursglæpadeild lögreglunnar í borginni rannsakar nú málið en engar handtökur hafa farið fram að svo stöddu. Fórnarlömbin eru báðar af asískum uppruna.

NBC News greindi frá.

Fórnarlömbin eru 31 og 29 ára gamlar konur og slasaðist önnur þeirra í árásinni. Var hún flutt til aðhlynningar á sjúkrahús. „Ég var í áfalli,“ sagði konan í samtali við NBC New York. „Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævi minni. Þetta hefur aldrei gerst.“

Árásarmaðurinn hvarf af vettvangi á hlaupum og er hún eftirlýst.

Aðeins örfáum klukkustundum áður en árásin átti sér stað höfðu hundruð komið saman í öðru hverfi borgarinnar til þess að mótmæla ofbeldisöldu gegn fólki af asískum uppruna. „Ef þú hatar, komdu þér þá út úr borginni. Þú átt ekki skilið að búa í New York,“ sagði Bill de Blasio, borgarstjóri New York, á fundinum.

Myndbandið sem lögreglan birti má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni