fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Vilja kjósa um framtíð ríkisstjóra Kaliforníu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 20:00

Gavin Newsom. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1,6 milljónir íbúa í Kaliforníu, fjölmennasta ríki Bandaríkjanna, hafa skrifað undir kröfu um að kosið verði um framtíð Gavin Newsom, ríkisstjóra, í embætti. Innanríkisráðuneyti ríkisins skýrði frá þessu í byrjun vikunnar.

Það eru Repúblikanar, sem vilja losna við Newsom úr embætti, sem eru í fararbroddi fyrir undirskriftasöfnunina. Þeir sem hafa skrifað undir kröfuna hafa nú 30 daga til að afturkalla undirskrift sína en ólíklegt má telja að það gerist í einhverjum mæli. Það stefnir því í að íbúar ríkisins gangi að kjörborðinu í haust og kjósi um framtíð Newsom.

Þeir munu þá kjósa um hvort víkja eigi honum úr embætti og hver eigi þá að taka við af honum. Ekki verður tekin afstaða til síðari spurningarinnar nema helmingur kjósenda greiði fyrri spurningunni atkvæði sitt.

Newsom var áður borgarstjóri í San Francisco en hann var kjörinn ríkisstjóri 2018 með 62% atkvæða. Hann hyggst bjóða sig fram á nýjan leik á næsta ári.

Hugmyndin um að víkja honum úr embætti kom fram í febrúar á síðasta ári en það er hópurinn California Patriot Coalition sem er í fararbroddi í baráttunni en hópurinn er á móti frjálslyndri stefnu Newsom. Hópurinn hefur fengið aukinn stuðning í heimsfaraldrinum vegna óánægju margra með gang bólusetninga í ríkinu, lokun skóla og aðrar sóttvarnaaðgerðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma