fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fókus

Innlit í eitt glæsilegasta hótel Íslands – Versace flísar, kampavínssjálfsali og óðir áhrifavaldar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 19:30

Aðsendar myndir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótel Keflavík er án efa eitt glæsilegasta hótel landsins. Það opnaði í maí 1986 en hefur farið í gegnum miklar breytingar undanfarin ár. Árið 2016 var Diamond Suites opnað.  Allt almennt rými hefur verið tekið í gegn á síðustu átján mánuðum og allt hótelið að innan sem og utan á síðustu fimm árum.

Það er hægt að leigja sannkallaða lúxussvítu á hótelinu. Þær eru fimm talsins: The Ruby, The Sapphire, The Emerald, The Topaz og The Pearl. Það er hægt að bóka alla hæðina, og þá allar svíturnar, sem eina „apartment suite“ og kallast hún þá Diamond Suites. Einkasetustofa og heitapottar eru á hæðinni sem gestir hafa aðgang að.

Hótelið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og virðist vera sérstaklega vinsælt hjá áhrifavöldum.

Meira um Íslendinga í Covid

DV ræddi við Lilju Karen Steinþórsdóttur, aðstoðarhótelstjóra Hótel Keflavík & Diamond Suites.

Lilja Karen segir að íslenskum gestum hefur fjölgað mikið undanfarið. Hún segir vinsældirnar megi rekja til tilboða sem þau eru með vegna Covid og bætir við að það hefur verið skemmtileg stemning á hótelinu og gaman að fá svona marga landsmenn.

Aðspurð hvað sé það sem vekur mesta athygli hjá gestum segir Lilja það örugglega vera móttökuna. „Við erum búin að breyta svakalega miklu. Við erum í raun og veru búin að endurnýja allt hótelið frá a til ö. Það eru bara nokkur herbergi eftir á Hótel Keflavík sjálfu, annars erum við búin að snúa öllu við. Og „wow-factorinn“ er eiginlega þegar þú labbar inn. Mótttakan er orðin stórglæsileg. Við erum búin að skreyta hana alla með Versace flísum, alls konar fallegum munum. Svo opnuðum við Diamond Lounge & Bar sem er staðsett í mótttökunni. Virkilega skemmtilegur vínbar, svolítið háklassa,“ segir Lilja Karen.

Hún segir gesti oft segja að þeim líði eins og þeir séu í útlöndum og þaðan kemur slagorð þeirra: „Við erum rétt hjá útlöndum.“

Móttakan. Aðsend mynd.

Lilja segir að hótelstjórinn, Steinþór Jónsson, hafi hannað allt. „Þetta er algjörlega honum að þakka,“ segir hún.

Verð fyrir gistingu á Hótel Keflavík & Diamond Suites má sjá neðst í greininni.

Sjón er sögu ríkari. Sjáðu myndirnar af móttöku hótelsins, svítunum og Diamond Lounge & Bar hér að neðan.

Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Heiti potturinn á hæðinni.
Ruby lúxussvítan. Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Sapphire lúxussvítan. Aðsend mynd.
Sapphire lúxussvítan. Aðsend mynd.
Pearl lúxussvítan. Aðsend mynd.

Vinsælt hjá áhrifavöldum

Ef þú kannast við hótelið þá er það hugsanlega vegna þess að þú hefur séð myndir af því á Instagram-síðum áhrifavalda. Það er örugglega erfitt að finna íslenskan áhrifavald sem hefur ekki dvalið á hótelinu undanfarið ár og sýnt frá því á Instagram.

Sjá einnig: Lúxusafmælisveislur áhrifavalda – Sólrún Diego og Tinna Bk fögnuðu með glæsibrag í gær

Við tókum saman nokkrar myndir frá áhrifavöldum sem hafa dvalið í lúxussvítum Hótel Keflavík.

Hvað kosta svo herlegheitin? Samkvæmt verðskrá er ódýrasta svítan frá 55.000 þúsund á vetrarverði en yfir hásumarið getur svítan kostað vel á nnað hundrað þúsund.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by LILJA (@liljagisla)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Bryndís Líf (@brynnale)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Astros Traustadottir (@aastros)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by NADÍA SIF LÍNDAL (@nadiiasif)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by NADÍA SIF LÍNDAL (@nadiiasif)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna á sjúkrahúsi eftir að hafa sofið hjá 583 karlmönnum

Klámstjarna á sjúkrahúsi eftir að hafa sofið hjá 583 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Æskuvinkona Lindu Pé sagðist ekki þola velgengni hennar – „Þetta særði mig og þá bara sleppti ég og skapaði rými fyrir aðra vini“

Æskuvinkona Lindu Pé sagðist ekki þola velgengni hennar – „Þetta særði mig og þá bara sleppti ég og skapaði rými fyrir aðra vini“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Refsarinn“ lýsir kynlífspartíum Diddy – Leiðbeindi honum hvernig hann átti að bera sig að með Cassie

„Refsarinn“ lýsir kynlífspartíum Diddy – Leiðbeindi honum hvernig hann átti að bera sig að með Cassie
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs fer „íslensku leiðina“ þegar kemur að því að tala við stelpur

Beggi Ólafs fer „íslensku leiðina“ þegar kemur að því að tala við stelpur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elítan hefur tekið ákvörðun um ungu og „stjórnsömu“ kærustuna

Elítan hefur tekið ákvörðun um ungu og „stjórnsömu“ kærustuna