fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Bandaríkin ætla að gefa öðrum löndum 60 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 07:00

Bóluefni frá AstraZeneca. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin hafa ekki þörf fyrir bóluefni frá AstraZeneca og ætla því að gefa öðrum löndum þá 60 milljónir skammta sem þau hafa samið um kaup á.

Andy Slavitt, aðalráðgjafi ríkisstjórnarinnar um heimsfaraldurinn, skýrði frá þessu á Twitter. Hann skrifaði að bóluefnin verði gefin „þegar þau eru tiltæk“. „Til allra þeirra sem skiljanlega segja: „Kominn tími til“ eða „eftir hverju var verið að bíða“ þá er mjög lítið magn tiltækt núna og af þeim sökum erum við ekki að tapa neinum tíma,“ skrifaði hann einnig en skýrði ekki nánar frá hvað þurfi til til að skammtarnir verði tiltækir.

Fulltrúar Hvíta hússins segja að Bandaríska lyfjastofnunin, FDA, verði að staðfesta að bóluefnið uppfylli þær gæðakröfur sem gerðar eru áður en það verður sent úr landi. AP segir að bóluefnið verði gefið öðrum löndum á næstu mánuðum þegar búið verður að staðfesta gæði þess.

Jeff Ziens, talsmaður Hvíta hússins, sagði að um 10 milljónir skammta fái fljótlega gæðavottun og verði sendir úr landi. 50 milljónir skammta séu á „mismunandi framleiðslustigum“ og verði væntanlega sendir úr landi í maí og júní.

Ekki var skýrt frá hvaða lönd fá bóluefnið. Talsmenn Hvíta hússins segja að Bandaríkin hafi ekki þörf fyrir bóluefnið frá AstraZeneca á næstu mánuðum og því verði það gefið. Ekkert hefur verið notað af bóluefni AstraZeneca í Bandaríkjunum því það hefur ekki enn fengið markaðsleyfi hjá FDA. Bóluefnin frá Moderna, Pfizer/BioNTech og Johnson & Johnson eru notuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega