fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Ársskýrsla RÚV: Taprekstur upp á 209 milljónir í fyrsta sinn frá 2014 – Auglýsingatekjur lækka um tæplega 200 m.kr. milli ára

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 18:08

Efstaleiti, Ríkisútvarpið, RÚV. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalfundi Ríkisútvarpsins lauk rétt í þessu en þar kom fram að rekstur RÚV var neikvæður í fyrsta sinn frá árinu 2014. Í fréttatilkynningu sem RÚV sendir frá sér eru tíundaðar ástæður tapsins og er þá helst bent á heimsfaraldurinn og áhrif hans á auglýsingasölu. Auglýsingatekjur lækka um tæplega 200 m.kr. milli ára.

„Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu var tap á rekstri RÚV að fjárhæð 209 milljónir króna eftir skatta á árinu 2020. Í árslok námu heildareignir 8.340 milljónum króna, eigið fé var 1.923 milljónir króna og eiginfjárhlutfall var 23,1% í árslok 2020. Auglýsingamarkaður hefur dregist saman á undanförnum árum og var samdrátturinn mun meiri á árinu 2020 í samanburði við þróun fyrri ára og má rekja það til áhrifa COVID-19. Dreifing tekna hefur einnig breyst töluvert og sífellt stærri hluti auglýsingatekna rennur til erlendra aðila með sölu auglýsinga á netinu og samfélagsmiðlum samkvæmt greiningum Hagstofunnar. Óvissa ríkir um þróun á næstu árum. Ljóst er að frekari þrengingar á auglýsingamarkaði munu hafa áhrif á tekjur félagsins og möguleika þess til að sinna þjónustuhlutverki sínu.“

Einnig kemur fram að þrátt fyrir taprekstur hafi verið mikil aukning í nýtingu á þjónustu RÚV.  Daglega noti 70% landsmanna miðla RÚV og 92% í hverri viku samkvæmt mælingu Gallups.

Lagt hafur verið upp með  stefnu- og áherslubreytingar í þróun á dagskrárefnis og aukin áhersla sé sífellt á innlent og norrænt efni á kostnað þess bandaríska. „Á síðustu fimm árum hefur framboð á íslensku efni aukist um 66% og norrænu efni um 112% en bandarískt efni hefur dregist saman um 42%. Með áherslubreytingum á undanförnum misserum hefur þjónusta við börn og ungt fólk stóraukist, m.a. með öflugri starfsemi KrakkaRÚV, UngRÚV og MenntaRÚV. Þá hefur áhersla á menningu og listir verið aukin, sem og áhersla á stafræna miðlun, samstarf og þróun,“ segir í tilkynningunni.

Hér má sjá ársskýrsluna í heild sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd