fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Glerharður Boris Johnson – Lofar því að banna Ofurdeildina

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 12:15

Boris Johnson, forsætisráðherra, er búinn að láta bólusetja sig. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands hefur lofað stuðningsmönnum fótboltans því að hann og ríkisstjórn hans muni koma í veg fyrir að ensk félög taki þátt í Ofurdeildinni. Frá þessu segir The Athletic.

Johnson fundaði með stuðningsmönnum fótboltans í dag þar sem hann á að hafa lofað þessu, hann sagði jafnframt að hann og ríkisstjórnin gætu bannað leikjum í Ofurdeildinin að fara fram á Bretlandi.

12 evrópsk stórlið á knattspyrnusviðinu tilkynntu seint á sunnudagskvöld að þau hafi tekið saman höndum um stofnun Ofurdeildar, The Super League. UEFA er alfarið á móti þessu og hótaði í gær að útiloka liðin og leikmenn þeirra frá þátttöku í öllum mótum á alþjóðasviðinu. Þá hafa knattspyrnusamböndin í Englandi, Spáni og á Ítalíu hótað að reka liðin úr deildarkeppnunum þar í landi. Markmiðið með deildinni er að til verði keppni þar sem 15 lið eiga alltaf fast sæti en árlega fái 5 önnur lið aðgang að keppninni.

Þessi nýja deild hefur mætt mikilli mótspyrnu en svo virðist sem félögin ætli að standa fast á sínu og hefja leik í deildinni sem allra fyrst.

Stofnfélög deildarinnar eru:
Arsenal
Chelsea
Liverpool
Manchester City
Manchester United
Tottenham
Atlético Madrid
Barcelona
Real Madrid
AC Milan
Inter Milan
Juventus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina