fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Sættir náðust ekki í fjölda mála gegn íslenska ríkinu hjá MDE

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 08:00

Mannréttindadómstóllinn í Strassbourg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru átján mál, sem byggja á sömu málsástæðum og Landsréttarmálið, gegn íslenska ríkinu til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu (MDE). MDE setti málin í sérstakt sáttaferli fyrir áramót. Nú liggur fyrir að sættir hafa ekki náðst í 12 af þessum málum, hið minnsta, og verða nú kveðnir upp dómar í þeim á grunni dóms yfirdeildar MDE.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að MDE hafi sent ríkislögmanni og kærendum málanna erindi vegna sáttaferlisins. Í þeim kom fram að ef sættir myndu ekki nást færu málin til hefðbundinnar efnismeðferðar og dómsálagningar á grundvelli fyrirliggjandi dómafordæmis en þar er vísað til niðurstöðu yfirdeildar dómstólsins í Landsréttarmálinu í byrjun desember.

Upphaflega var veittur frestur til 16. mars til að ná sáttum. Um miðjan mars staðfesti ríkislögmaður við Fréttablaðið að óskað hefði verið eftir lengri fresti til að ná sáttum í sautján af málunum. Framlengdi fresturinn rennur út fyrir hádegi í dag.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sem er í forsvari fyrir tólf af þeim sautján málum sem voru tekin til sáttameðferðar, staðfesti við Fréttablaðið að sáttaumleitunum sé lokið og hafi þær ekki borið árangur. Hann hafi gert MDE viðvart um það fyrir hönd umbjóðenda sinna. Hann vildi ekki gefa upp á hverju hafa strandað í sáttaumleitununum vegna skilyrðis um trúnað sem gildi um þær.

Öll málin eru sakamál sem dæmt var í af Landsrétti af einhverjum hinna fjögurra dómara sem voru ekki skipaðir í samræmi við lög þegar fyrst var skipað í réttinn haustið 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“