fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Sex þjálfarar Víkings í sóttkví

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex þjálfarar hjá knattspyrnudeild Víkigns eru í sóttkví vegna smita sem komið hafa upp. Frá þessu greinir félagið á Facebook síðu sinni.

„Í ljósi frétta af hópsmitinu á Leikskólanum Jörfa vill Knattspyrnufélagið Víkingur koma eftirfarandi á framfæri. Sex þjálfarar hjá félaginu eru komnir í sóttkví þar af tveir vegna beinna tengsla við einstakling af leikskólanum,“ segir á vef Víkings.

27 greindust með COVID-19 veiruna hér á landi í gær en stór hluti af því hefur tengsl við leikskólann Jörfa. „Hinir fjórir eru starfsmenn skóla eða frístundaheimila í hverfinu og hafa verið sendir í sóttkví af yfirmönnum sínum til að gæta fyllsta öryggis. Ekkert smit hefur greinst innan veggja félagsins.“

Víkingur mun hins vegar halda áfram með æfingar enda voru það skilaboð frá Almannavörnum að ekkert af þessu tengdist félaginu.

„Félagið óskaði eftir svörum frá smitrakningarteyminu við því hvort leggja ætti niður æfingar í nokkra daga meðan staðan er endurmetin Svörin voru mjög skýr – engin smitrakning á sér stað í tengslum við starfsemi félagsins og því ekki ástæða til að loka Víkinni frekar en öðrum skólum eða leikskólum í hverfinu. Æfingar halda því áfram en án allra búningsklefa. Við skiljum þó fullkomnlega foreldra sem vilja halda börnum sínum heima næstu daga.“

Kæru Víkings foreldrar.

Í ljósi frétta af hópsmitinu á Leikskólanum Jörfa vill Knattspyrnufélagið Víkingur koma…

Posted by Víkingur on Monday, 19 April 2021

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hefja loksins viðræður við Rashford

Hefja loksins viðræður við Rashford
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl