fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Pressan

Vísindamenn óttast að P1 afbrigði kórónuveirunnar stökkbreytist og verði enn hættulegra

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 22:00

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska kórónuveiruafbrigðið P1 hefur náð góðri fótfestu í Brasilíu enda hafa sóttvarnaaðgerðir verið ómarkvissar og takmarkaðar. Víða um landið er heilbrigðiskerfið komið að fótum fram vegna álags og himinháar smittölur og dánartölur eru fréttaefni daglega.

Samkvæmt fréttum innlendra og erlendra fjölmiðla eru sjúkrahús víða um landið uppiskroppa með súrefni og róandi lyf sem eru nauðsynleg við meðhöndlun sjúklinga.

Ekki er skýrsla Fiocruz, opinberrar heilbrigðisstofnunar landsins, frá því fyrir helgi til þess fallin að auka bjartsýni á þróun heimsfaraldursins. Í henni er fjallað um P1 afbrigði veirunnar, oft nefnt brasilíska afbrigðið. Segja vísindamenn að afbrigðið sé að breyta sér þannig að það muni eiga auðveldara með að forðast mótefni gegn kórónuveirunni.

„Við teljum að þetta sé flóttaviðbragð sem veiran grípur til til að forðast mótefni,“ sagði Felipe Naveca, einn vísindamannanna, á fréttamannafundi. Þetta getur í versta falli haft í för með sér að veiran verður minna næm fyrir bóluefnum.

Vísindamennirnir segja að stökkbreytingunni megi líkja við þá sem einnig hefur komið fram í B1351 afbrigðinu, sem oft er nefnt suður-afríska afbrigðið. Rannsóknir hafa sýnt að bóluefnin frá AstraZeneca og Pfizer/BioNTech virka síður á þetta afbrigði. „Þetta er mikið áhyggjuefni því veiran heldur áfram að þróast í þessa átt,“ sagði Naveca.

Rannsóknir hafa sýnt að P1 er allt að 2,5 sinnum meira smitandi en upprunalega veiran. Bóluefni frá AstraZeneca og Sinovac, sem eru aðallega notuð í Brasilíu, hafa sýnt góða virkni gegn P1 afbrigðinu. Sérfræðingar segja að sérstaklega góð skilyrði séru fyrir veiruna til að stökkbreytast í Brasilíu þar sem faraldurinn sé stjórnlaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórar ungar stúlkur voru myrtar á hrottalegan hátt – Nú telur lögregla sig vita hver var að verki

Fjórar ungar stúlkur voru myrtar á hrottalegan hátt – Nú telur lögregla sig vita hver var að verki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær

Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær
Pressan
Fyrir 6 dögum

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?