fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ný sprunga opnaðist við gosið í dag

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. apríl 2021 16:41

Frá gossvæðinu í Geldingadal. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný sprunga opnaðist við eldgosið í Geldingadölum fyrr í dag. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við Fréttablaðið að undanfarið sé órói búinn að mælast á svæðinu sem Veðurstofan hefur verið að fylgjast með.

„Þetta eru mjög lítil og væg merki þannig við settum það undir smá­sjá og erum búin að vera að fylgjast með því og sáum þá sömu lækkun og hefur gerst fyrir opnanir. Þetta er ekki mikil breyting innan gossvæðisins en þarna sáum við merki og gátum séð þetta að­eins fyrir,“ segir Elísa­bet í samtali við Fréttablaðið um nýju sprunguna.

Elísabet segir að gosopið sé eiginlega í miðjunni í röð hinna gíganna en hún segir það vera lítið. „Það er spurning hvort þetta verður að gíg. Það frussast bara úr þessu núna,“ segir hún.

Vegna veðurs er gossvæðið lokað í dag svo almenningur getur ekki skoðað nýjasta gosopið eins og er. Á meðan gossvæðið er lokað getur almenningur þó horft á nýjasta opið í gegnum vefmyndavél RÚV en Elísabet segir að sjá megi opið lengst til vinstri í streyminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd