fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Íslendingur handtekinn vegna barnaníðs á Spáni – Sagður hafa lokkað börnin til sín með gjöfum

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 11:31

mynd/samsett skjáskot La Verdad

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið handtekinn í bænum Torre Pacheco í Murcia-héraði á Spáni. Spænski miðillinn La Verdad greinir frá þessu, en Vísir greindi fyrst frá innanlands.

Þar kemur fram að maðurinn sé 59 ára gamall og að hann hafi áður hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum hér á landi, fyrst árið 1988 fyrir brot gegn fjórum börnum.

Í frétt La Verdad segir að spænsk lögregla hafi rannsakað meint kynferðisbrot mannsins frá því í fyrra. Við leit lögreglu í tölvu og síma mannsins fannst þá barnaklám.

Þá segir að maðurinn hafi alltaf notað sömu aðferð við að nálgast ætluð fórnarlömb sín. Hann hafi vingast við þau og svo tekið að bjóða þeim verðmæti í annarlegum tilgangi.

Spænska lögreglan hefur óskað eftir aðkomu Interpol að málinu til þess að kanna hvort maðurinn sé eftirlýstur annars staðar en hann er sagður hafa búið í Suður Ameríku á undanförnum árum.

Maðurinn hefur þegar verið leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði að halda mætti manninum vegna rannsóknarhagsmuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun