fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Myndband: Harkaleg slagsmál á Sushi Social í gær

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 16:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harkaleg slagsmál brutust út á veitingastaðnum Sushi Social í miðbænum um klukkan níu í gærkvöldi. Á myndbandi sem nú er í dreifingu sést ráðist á mann og hann virðist vera stunginn ítrekað. Rannsókn á árásinni er í fullum gangi hjá lögreglu en fórnarlamb árásarinnar er ekki í lífshættu.

Starfsmaður Sushi Social staðfesti í gærkvöldi í samtali við mbl.is að slagsmál hafi átt sér stað á veitingastaðnum. Starfsmaðurinn sagðist ekki hafa þekkt aðilana sem um ræðir en þeir yfirgáfu staðinn fljótlega eftir slagsmálin. Þá sagði starfsmaðurinn einnig að allt hafi gerst afar hratt en slagsmálin fóru fram inn í veitingarýminu sjálfu fyrir framan aðra matargesti.

Eftir að aðilarnir sem tókust á voru farnir út af staðnum var hringt á lögregluna. Starfsmaðurinn sagði í samtali við mbl.is að hann viti ekki hvort einhver hafi meiðst en upphaflegar heimildir fjölmiðilsins sögðu að um stunguárás hafi verið að ræða.

DV ræddi við starfsmann staðarins sem var á staðnum þegar árásin fór fram. Sá hafði sömu sögu að segja, hann segir að allt hafi gerst hratt og að lögreglan hafi verið fljót að mæta á vettvang. „Þetta var bara mjög fljótt að gerast, maður sá varla hvað var í gangi. Þetta byrjaði og endaði áður en maður vissi af því og svo var lögreglan bara mætt.“

„Þetta eru ekki lífshættulegir áverkar“

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við DV um málið að maðurinn sem varð fyrir árásinni sé ekki í lífshættu. „Þetta eru ekki lífshættulegir áverkar,“ segir Margeir. „Það var einn aðili handtekinn í tengslum við málið,“ segir Margeir svo en ekki er vitað hver ástæða árásinnar sé, það er eitt af því sem lögreglan er að skoða en málið er í rannsókn. Sá sem var handtekinn er á þrítugsaldri samkvæmt frétt Vísis af málinu.

DV fékk í dag myndband af slagsmálunum en í myndbandinu má sjá að slagsmálin eru afar harkaleg. Mikill hávaði er í mönnunum sem er að slást og ljóst er að slagsmálin fóru ekki framhjá neinum af gestum staðarins.

Myndbandið af slagsmálunum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“