fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Halldór skorar á Róbert Wessmann

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 09:28

Fyrrum samstarfsmennirnir Róbert og Halldór. Mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Kristmannsson, fyrrverandi samstarfsmaður Róberts Wessman, forstjóra Alvogen, sem í síðustu viku steig fram með alvarlegar ásakanir um hegðun forstjórans, vill ná fram sáttum í málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Halldóri.

Í tilkynningunni segist hann vilja ljúka málinu með sátt og utan dómstóla til þess að hægt sé að horfa fram á veginn.

„Ég hef talsverðar áhyggjur af því að aðgerðarleysi Alvogen og Alvotech gagnvart Róbert Wessman, kunni að skaða orðspor fyrirtækjanna. Málið hefur vakið nokkra athygli erlendis á meðal samstarfsaðila, viðskiptavina og fjárfesta, sem hafa sumir hverjir sett sig í samband við mig. Umræddir aðilar hafa eðlilega borið upp spurningar og lýst áhyggjum af þróun mála. Sama á við um íslenska fjárfesta, sem komu nýlega að fjármögnun Alvotech, og aðra sem hafa hagsmuna að gæta hér á landi.

Ég vill því stíga fram og ítreka sáttahug og velvilja í garð fyrirtækjanna og samstarfsmanna. Slík sátt setur hagsmuni fyrirtækjanna í forgang og felur í sér að óháðir stjórnarmenn taki hæfi Róberts til alvarlegrar skoðunar. Auðmýkt, virðing og almenn skynsemi, er það eina sem þarf til að ljúka þessu máli, með farsælum hætti,“ segir hann í yfirlýsingunni.

Eftir að ásakanir Halldórs komu fyrst upp fól stjórn Alvogen breskri lögmannsstofu að rannsaka trúverðugleika hennar. Halldór segir þá rannsókn hafa verið hvítþvott.

Fordæmalaus harka í minn garð, sem uppljóstrara, er beinlínis með ólíkindum. Sama dag og nafni mínu er lekið í fjölmiðla og tilkynnt um „hvítþottinn“, þá er setið fyrir mér fyrir utan World Class í Smáralind, með uppsagnarbréf og stefnu, þar sem fyrirtækin hyggjast freista þess að fá lögmæti uppsagnarinnar staðfesta fyrir Héraðsdómi. Stjórnum fyrirtækjanna virðist einfaldlega vera ofviða að framkvæma óháða rannsókn á stjórnarformanni, forstjóra og sínum stærsta hluthafa, eða aðhafast nokkuð yfir höfuð þegar Róbert er annars vegar.“

Halldór segir þá að lokum í yfirlýsingu sinni: „Þá vakti það athygli mína að talsmaður Róberts, kýs að halda því sérstaklega til haga í fjölmiðlum, að forstjórinn hafi verið í flugvél þegar morðhótanir áttu sér stað, og hafi reyndar engum hótað frá árinu 2016.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd