fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Sóttvarnarlög mölbrotin: Hundruð mættu til að fylgjast með slagsmálum ungmenna – „Helvítis bjánar“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 20:00

Skjáskot/The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóttvarnarlög voru mölbrotin í Birmingham í Bretlandi í gær þegar hundruð ungmenna mættu til að fylgjast með slagsmálum í almenningsgarði. Einungis 6 mega koma saman utandyra í Bretlandi vegna kórónuveirunnar.

Myndbönd af slagsmálunum hafa verið í mikilli dreifingu á netinu en í þeim má sjá tvo unga menn slást. Báðir mennirnir eru í boxhönskum og mikill fjöldi af ungu fólki safnaðist í kringum þá til að horfa á þá slást.

Samkvæmt The Sun var um skipulagðan viðburð að ræða en auglýsingum um viðburðinn var dreift til ungmenna. Viðburðurinn var auglýstur sem partí og sagt var að á honum mætti fá kokteila, heyra tónlist, spila fótbolta og taka þátt í vatnsstríði. Ljóst er að viðburðurinn vakti athygli margra en afar sólríkt var á svæðinu í gær.

Íbúar á svæðinu segja að viðburðurinn hafi hafist um klukkan 13 og að hann hafi staðið yfir fram á nótt. Þá segja íbúar einnig að á svæðinu hafi verið spiluð tónlist og að einnig hafi mátt sjá ljósabúnað notaðan. Í dag var hafist handa við að taka til eftir viðburðinn og var jörðin í garðinum þakin bjórflöskum og plastglösum.

Mikið hefur verið rætt um viðburðinn á samfélagsmiðlinum Twitter. „Hafiði séð draslið eftir að fólkið fór heim,“ skrifar til að mynda einn. „Þessum krökkum var aldrei kennt að sýna virðingu,“ skrifar annar. „Helvítis bjánar,“ skrifar svo enn annar.

„Seinna um kvöldið fór fólksfjöldinn að aukast“

Lögreglan á svæðinu hefur ákveðið að auka gæslu með garðinum þar sem viðburðurinn var haldinn í gær. Óttast er að annar slíkur viðburður gæti verið haldinn. „Við vorum með lögregluþjóna þarna í gær sem voru að fylgjast með ábendingum um viðburðinn. Þeir sáu engin brot á sóttvarnarlögum til að byrja með, fólk var að njóta veðursins í litlum hópum,“ segir Farooq Sheikh. yfirmaður lögreglunnar á svæðinu.

„Seinna um kvöldið fór fólksfjöldinn að aukast, komið var með tónlistar- og ljósagræjur. Við fengum mikið af kvörtunum frá íbúum varðandi umferð í kringum svæðið. Fólkið var almennilegt við lögregluþjóna og svæðið var tómt klukkan 23:30. Engar sektir voru gefnar út. Við verðum með fleiri lögregluþjóna á svæðinu í dag svo við getum verið fljótir að stöðva svona viðburði.“

Að lokum ítrekaði Farooq að þrátt fyrir að það sé leyfilegt að fólk hittist í litlum hópum utandyra þá sé það ennþá ólöglegt að halda svona stóra skipulagða viðburði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað