fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Fréttir

Svona verður opið á gosstöðvunum yfir páskana

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 10:07

Frá gossvæðinu. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum í Geldingadal á Reykjanesi kl. 6 á morgnana yfir páskana ef vel viðrar. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Lokað verður fyrir allri umferð að gosstöðvunum kl. 18 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Svæðið verður rýmt kl. 22 á kvöldin.

Tilkynningin er eftirfarandi:

„Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum kl. 6 að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar.

Með hliðsjón af reynslu síðustu daga verður lokað fyrir alla umferð að gosstöðvum kl. 18 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæði kl. 22.

Aðeins blaða- fréttamönnum og vísindamönnum er hleypt inn á vegslóða viðbragðsaðila að gosstöðvum en öðrum ekki.

Til og með 5. apríl 2021 verður opnað fyrir umferð kl. 6 og lokað fyrir umferð kl. 18. Fyrirkomulag er háð veðri og aðstæðum á svæðinu á hverjum tíma.

Í gær náði bílalest inn á Grindavíkurveg sem er fjarri eldstöðvum. Bannað er að stöðva og leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg. Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík. Ef í óefni stefnir eins og í gær mun lögregla verða með lokunarpósta við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar. Eins verður lokunarpóstur inn á Krýsuvíkurveg.

Viðbragðsaðilar stefna að því að ljúka störfum fyrir miðnætti á framangreindu tímabili.

Gríðarlegur fjöldi hefur nú þegar komið inn í Geldingadali. Í gildi er reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið með reglugerðinni er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þannig er í gildi takmörkun á samkomum til 15. apríl 2021. Fjöldasamkomur eru óheimilar til sama tíma. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en tíu einstaklingar koma saman. Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að sitja heima.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband: Bjarni stígur dans í Malaví

Myndband: Bjarni stígur dans í Malaví
Fréttir
Í gær

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór ætlar ekki að biðja Arnar Þór afsökunar – Rifust fyrir viðtal í vikunni

Halldór ætlar ekki að biðja Arnar Þór afsökunar – Rifust fyrir viðtal í vikunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki