fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Tina Turner kveður sviðsljósið – „Þetta hefur ekki verið gott líf“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 22:00

Tina Turner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska söngkonan Tina Turner segir að nú sé sá tími liðinn sem hún sé í sviðsljósinu og að hún vilji eyða síðustu ævidögunum í ró og næði. Hún er orðin 81 árs, hefur sigrast á krabbameini, heilablóðfalli og farið í nýrnaígræðslu. Árum saman var hún ein stærsta poppstjarna heims.

Í nýrri heimildarmynd, sem heitir Tina, segir hún að nú séu dagar hennar í sviðsljósinu taldir. New York Post skýrir frá þessu. Myndin fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um líf Tinu.

Í henni segir hún að hún ætli að eyða þriðja kafla lífsins, sem hún væntir þess að verði lokakaflinn, fjarri aðdáendum sínum og frægð sinni. Hún segir að það spili mikið inn í þessa ákvörðun að hún glímir við áfallastreituröskun eftir áralangt hjónaband með Ike Turner sem beitti hana miklu ofbeldi.

„Þetta hefur ekki verið gott líf. Það góða hefur ekki vegið upp á móti því slæma. Ég hef búið við mikið ofbeldi, öðruvísi er ekki hægt að orða það,“ segir hún í myndinni.

Hún býr nú í Sviss með eiginmanni sínum, Erwin Bach sem er 65 ára, og ætla þau að eyða síðustu árum hennar saman.

Tina segir einnig í myndinni að heimildarmyndin sé einhverskonar kveðjugjöf hennar til aðdáenda hennar. Hún segir að erfitt hafi verið að gera myndina en að hún hafi skuldað aðdáendum sínum það. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 6 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 1 viku

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva