fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Betra að vera á túr í grunnskólum Reykjavíkur frá og með næsta hausti

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 24. mars 2021 10:52

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tillaga Sögu Maríu Sæþórsdóttur, fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða um að tíðarvörur verði grunnskólanemum borgarinnar til boða án endurgjalds hefur verið samþykkt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

„Frá og með næsta hausti verða tíðavörur í boði fyrir grunnskólanemendur í borginni án endurgjalds. Tillaga Sögu Maríu Sæþórsdóttur, fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða þess efnis var samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs 23. mars.
Saga María lagði fram tillögu sína á fundi ungmennaráða og borgarstjórnar vorið 2020 og var skóla- og frístundasviði falið að veita auknu fjármagni til að auðvelda aðgengi barna og ungmenna að fríum tíðavörum frá og með hausti 2020.“

Í tilkynningu segir jafnframt:
„Kynþroskaskeiðið geti verið viðkvæmur og flókinn tími fyrir börn og ungmenni á margan hátt. Sum börn séu afar ung þegar kynþroskatímabilið hefjist og það geti jafnvel munað 5-6 árum á milli einstaklinga hvenær ferlið fari af stað. Þegar blæðingar hefjist sé algengt að þær séu óreglulegar og mismiklar fyrstu árin. Það geti aukið verulega á kvíða og streitu ungra einstaklinga að óttast að byrja á blæðingum í skólanum eða að þurfa að fara á salernið og hafa ekki tíðavörur meðferðis.“ Árið 2018 hófst tilraunaverkefni um aukna kynfræðslu í tveimur grunnskólum borgarinnar og var samhliða boðið upp á fríar tíðarvörur í skólanum og félagsmiðstöðvum þeirra. Reynslan var verkefninu var afar góð og þótti nemendum með blæðingar öryggi í því að geta gengið að tíðavörum vísum.

Áætlaður heildarkostnaður vegna þessara breytinga fyrir alla grunnskóla og félagsmiðstöðvar borgarinnar er á bilinu 650.000-750.000 á ári.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lagði fram breytingatillögu við fjárlagafrumvarp í desember þar sem hann lagði til að 280 milljónir yrðu eyrnamerktar til að gera tíðarvörur aðgengilegar fyrir ákveðna hópa án endurgjalds, meðal annars nemendum í grunn- og framhaldsskólum. Tillagan var felld með 27 atkvæðum gegn 26.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, greindi frá því í kjölfarið að tillaga um að gjaldfrjálsar tíðavörur væru tryggðar í skólakerfinu væri komin í farveg í ráðuneyti hennar.

Sjá einnig: Vilja ókeypis tíðarvörur í MH 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd