fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Gunnar Smári er ósáttur með tuð Landsbjargar og almannavarna

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 21. mars 2021 17:00

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, forseti framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, er ekki sáttur með aðgengi að eldgosinu og kvartar yfir tuði hjá þeim sem segja að almenningur sé vitlaus og óhlýðinn. Það hafa einna helst verið almannavarnir og Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem hafa varað fólk við því að fara að gosinu.

Þetta kemur fram í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. Hann rifjar upp að hin ýmsu ferðaþjónustufyrirtæki hafi skipulagt ferðir skyldi til eldgoss koma en hann hafi ekkert heyrt frá þeim síðan það byrjaði að gjósa.

„Átti þetta ekki að vera túristagos? Hvers vegna eru þarna ekki komnir merktir slóðar, fróðir leiðsögumenn, ferðaklósett og einhver að selja kakó og vöfflur? Það væri líka stíll á því að hafa einn predikara sem boðar heimsendi, kannski ekki í forgrunni heldur einhvers staðar þarna í hópnum,“ segir Gunnar og bendir á að aðeins tveir Íslendingar hafi látist í eldgosum og að ekkert bendi til þess að fólk sé að fara sér að voða.

„Það væri nær að banna fólki að keyra bíl. Mætti þetta ekki vera þjóðhátíð frekar en þetta endalausa tuð yfir hvað almenningur er vitlaus og óhlýðinn?“ skrifar Gunnar en Landsbjörg og almannavarnir hafa varað fólk við því að heimsækja gosstað enda eru náttúruöflin óútreiknanleg og lítið þarf að gerast til að hraunstreymi breytist eða aukist.

Færsluna hans Gunnars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

https://www.facebook.com/gunnar.smari.egilsson/posts/4178106168874516

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út