fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Siggi hakkari játar brot sín í samtali við Bjartmar – „Þetta er mjög siðlaust, ég er sammála því“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 20. mars 2021 11:00

Sigurður Þórðarson er fluttur til Danmerkur og þar vill hann dvelja áfram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann er gjarnan þekktur, hefur undanfarin ár svikið tugi milljóna úr íslenskum fyrirtækjum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um Sigurð og svik hans.

Sigurður er fyrir löngu orðinn landsþekktur, fyrst fyrir vinnu sína með Wikileaks, síðar fyrir svik sín og svo kynferðisbrot sín gegn ungum piltum. Hann var dæmdur fyrir brot sín gegn 9 piltum en fleiri kærðu hann. „Ég er ekki skrímsli en mikið af því sem ég hef gert bendir til þess,“ sagði Sigurður í viðtali við DV árið 2016 þegar hann hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot sín.

Í umfjöllun Stundarinnar er farið gaumgæfilega yfir svikaferil Sigurðs. Hann sveik til að mynda bíla, tölvur og mikið af skyndbita, þá sérstaklega frá Dominos og KFC. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamaður Stundarinnar, vildi fá að ná tali af Sigurði við vinnslu umfjöllunarinnar og í kjölfarið mætti Sigurður á ritstjórnarskrifstofu Stundarinnar. Bjartmar segir að í upphafi hafi Sigurður neitað að svara spurningum um svikin en í lokin hafi hann játað allt.

„Hugmyndin með félögunum var að kreista út hverja einustu krónu og á endanum færi það í þrot af því að skatturinn myndi fara fram á gjaldþrotabeiðni og myndi þá leggja út peninginn fyrir því,“ sagði Sigurður í samtali við Stundina. „Er þetta ólöglegt? Nei, þetta er mjög siðlaust, ég er sammála því. Ég veit ekki til þess að einhver hafi verið dæmdur fyrir svona.“

Mörg fyrirtæki og félög eru og hafa verið í eigu Sigurðar. Hann segir að mest af svikunum hafi farið í gegnum fyrirtækið Northern Tours. Hann játaði að hann vissi að hvorki hann né fyrirtækið ætluðu að greiða fyrir vörurnar sem hann tók út í gegnum fyrirtækið. „Er það ekki rétt að þú vissir að allar þessar vörur sem þú og vinir þínir voru að sækja myndu aldrei verða greiddar?“ spurði Bjartmar Sigurð. „Já, ég vissi það,“ svaraði Sigurður þá.

Sigurður játaði líka að hafa falsað undirskriftir vegna skráningar félaga sinna og hækkun á hlutafé í hans félögum. Þessar fölsuðu undirskriftir sendi hann inn til ríkisskattstjóra. „Þú falsaðir undirskriftir?“ spurði Bjartmar hann svo. „Já,“ svaraði Sigurður við því.

Umfjöllun Stundarinnar má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Í gær

Útlit fyrir bongó um helgina

Útlit fyrir bongó um helgina
Fréttir
Í gær

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“
Fréttir
Í gær

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti