fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Þeir fóru af stað til að myrða liðsmann glæpagengis í Kaupmannahöfn – 16 ára piltur varð fórnarlambið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. mars 2021 05:15

Servet Abdija. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 16. október 2017 var Servet Abdija, 16 ára skotinn til bana fyrir framan innganginn að fjölbýlishúsinu sem hann bjó í við Ragnhildsgade á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Morðið er enn óuppleyst en í gær skýrði lögreglan frá stöðu rannsóknarinnar og veitti nýjar upplýsingar.

Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla þá er lögreglan sannfærð um að Servet hafi verið myrtur fyrir mistök og að þar hafi liðsmenn glæpasamtakanna Loyal To FamiliaLTF, verið að verki. Samtökin hafa nú verið bönnuð í Danmörku.

Samtökin stóðu í átökum við önnur skipulögð glæpasamtök á þessum tíma, Brothas. Telur lögreglan fullvíst að meðlimir í LTF hafi verið gerðir út af örkinni til að myrða félaga í Brothas en fyrir mistök hafi þeir talið Servet vera félaga í þeim og myrt hann. Um þrjá liðsmenn LTF var að ræða.

Servet tengdist undirheimunum ekki á neinn hátt. Hann var skotinn sex skotum, úr skammbyssum, af þremur mönnum fyrir framan heimili sitt klukkan 21.05. Hann var þá að koma heim ásamt tveimur félögum sínum en þeir höfðu verið í fótbolta.

„Við erum sannfærð um að Servet var ekki sá sem átti að myrða þennan dag. Servet Abdija var venjulegur piltur sem var á hörmulegan hátt ruglað saman við meðlim glæpagengis sem átti að myrða,“ sagði Bjarke Dalsgaard, yfirlögregluþjónn, um málið í gær.

Í samtali við Ekstra Bladet sagði hann að út frá rannsóknargögnum og upplýsingum úr undirheimunum viti lögreglan að morðið hafi verið hræðileg mistök. „Þetta er „svartur kafli“ fyrir þá og „einhver“ í undirheimunum á erfitt með að búa yfir vitneskju eins og þessari,“ sagði hann.

Lögreglan fann nýlega Audi A6 bifreið sem morðingjarnir notuð til að flýja af vettvangi. Búið var að selja bifreiðina og tengist núverandi eigandi hennar morðinu ekki á neinn hátt. Lögreglan hefur verið með bílinn í sinni vörslu síðustu tvær vikur og er enn að rannsaka hann í leit að vísbendingum. Dalsgaard sagði að auðvitað væri erfitt að rannsaka bíl þremur árum eftir afbrotið en lögreglan geri það samt sem áður í þeirri von að finna einhverjar sannanir.

Í apríl 2019 var 34 ára karlmaður, af júgóslavneskum uppruna, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa selt morðingjunum aðra byssuna sem var notuð við morðið. Hann hefur ekki viljað segja hver keypti hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“