fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Telja að Norður-Kórea sé að undirbúa vopnatilraunir – Þær fyrstu eftir embættistöku Joe Biden

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 07:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískar leyniþjónustustofnanir telja að Norður-Kórea sé hugsanlega að undirbúa fyrstu vopnatilraunir sínar síðan Joe Biden tók við embætti forseta Bandaríkjanna.

CNN skýrir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins.

Það gæti einnig skýrt tímasetninguna að nú stendur yfir sameiginleg heræfing Bandaríkjanna og Suður-Kóreu sem er þó mun minni að umfangi en til stóð. Það hleypir einnig illu blóði í Norður-Kóreumenn að Tony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, eru nú í Asíu að ræða við japanska og suður-kóreska embættismenn.

Sérfræðingar sögðu í samtali við CNN að það þurfi ekki að koma á óvart ef Norður-Kórea gerir einhverjar vopnatilraunir núna en það sé oft gert þegar stjórnarskipti eru í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu.

Norður-Kórea hefur á undanförnum árum gert margar tilraunir með langdrægar eldflaugar og kjarnorkuvopn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Í gær

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru